fbpx Eurostars Lisboa Parque, gott hótel miðsvæðis

Eurostars Lisboa Parque
4 stars

Vefsíða hótels

Gott og snyrtilegt hótel, á besta stað í einu helsta verslunarhverfi miðborgarinnar. Almenningssamgöngur eru góðar og því auðvelt að komast um borgina en mörg kennileiti eru í göngufæri við hótelið. 

Í hótelinu eru 83 herbergi sem rúma allt að þrjá fullorðna. Innréttingar eru nútímalegar og stílhreinar, í millibrúnum við og hvítum og gráum litum. Parkett er á gólfum. Sjálfsögð nútímaþægindi eins og loftkæling og upphitun eru í öllum herbergjum, einnig sími, smábar, flatskjársjónvarp með gervihnattarásum og þráðlaus nettenging. Á baðherbergjum er baðker með sturtu, hárþurrka og baðvörur. Við herbergi á þriðju hæðinni eru svalir búnar húsgögnum.

Heitt og kalt morgunverðarhlaðborð er alla daga í veitingasal. Hægt er að sérpanta glútenfrítt brauðmeti og laktósafría mjólk. Á kvöldin laða kokkarnir fram ljúffenga Miðjarðarhafsrétti auk portúgalskra sérrétta af matseðli. Úrval spænskra og portúgalskra vína er á vínseðlinum. Setustofubarinn er huggulegur og þar er upplagt að hvíla lúin bein í lok dags.
Líkamsræktaraðstaða er í hótelinu og þar er einnig gufubað. 

Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn og þar er töskugeymsla og þvotta- og þurrhreinsiþjónusta. Starfsfólk aðstoðar við bílaleigu og miðakaup og gefur upplýsingar um skoðunarferðir og hlaupaleiðir í nærliggjandi almenningsgarði fyrir hlaupagikkina. 

Eurostars Lisboa Parque er nútímalegt hótel, mjög vel staðsett í hjarta borgarinnar, með verslanir, söfn og almenningsgarða í næsta nágrenni. Fjöldi góðra veitingastaða er í götunum í kring. Gamli bærinn er í göngufæri en eins og um alla borgina eru almenningssamgöngur góðar og auðvelt að komast á milli staða. 

Fjarlægðir

  • Flugvöllur: 7 km
  • Miðbær: Í einu helsta verslunarhverfi miðborgarinnar
  • Veitingastaðir: Á hótelinu og allt um kring

Aðstaða

  • Veitingastaður
  • Bar
  • Gestamóttaka
  • Herbergi
  • Lyfta
  • Nettenging
  • Líkamsrækt: Með gufubaði

Vistarverur

  • Sjónvarp
  • Loftkæling
  • Minibar
  • Hárþurrka
  • Verönd/svalir: Svalir á þriðju hæð, búnar húsgögnum

Fæði

  • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun