Söfn í Edinborg
Edinborgar Kastali Eitt safn út í gegn um sögu og sjálfstæði Skotlands, eins er að finna þar stríðsmynjasafn.
Opinn frá 9:30 – 18:00.
The Scottish Wisky Museum - Castle Hill Hér eru sérfræðingar sem leiða ykkur í allan sannleikann um visky framleiðsluna og gefa fólki ´´ we dram ,,á meðan á túrnum stendur. Skoðunarferðir á klukkutíma fresti (á hálfa tímanum ).
Opið frá 10:20 – 17:30 alla daga.
The Writers Museum Safn um þekktustu rithöfunda Skotlands, Robert Lewis Stephensson, Sir Walther Scott og Robert Burns. Opið mánud – laugard frá 10.00 – 17.00 og sunnud frá 12:50 – 17.00. Aðgangur ókeypis.
Gladstone Land Í gamla bænum eru allnokkrar byggingar sem tekist hefur að varðveita ótrúlega vel um aldaraðir. Eitt slíkt er Gladstone húsið sem var ríkuleg bygging vellauðugs kaupmanns . Opið mánud – laugard .10 .00– 19.00
Mary Kings Close. Ótrúlegt en satt en undir Royal Mile leynast neðanjarðarþorp sem allnokkrir bjuggu í og höfðust við. Hluti þess er enn uppistandandi og er boðið á ferð þangað niður með leiðsögn, afar skemmtileg lífsreynsla en þó ekki fyrir ófrískar konur og hjartveika. Opið 10 – 21 yfir sumartímann en skemur yfir vetrartímann.
National Museum of Scotland Þjóðmynjasafn – Skotland í þátíð og nútíð og öllu gert skil á skemmtilegan hátt. Ótrúlega skemmtilegt að heimsækja og er gott að gefa sér góðan tíma hér. Opið daglega 12.00 – 17.00 .
Museum of Childhood. Hér er að finna leikföng frá fyrri tíð og til dagsins í dag – gaman að detta þarna inn og rifja upp gömlu góðu leikföngin sem margir voru búnir að gleyma. Opið mánud – laugard frá 10.00 – 17.00 Aðgangur ókeypis.
People Story Museum Safn þar sem hægt er að fræðast um líf fólks og störf þeirra hér í Edinborg á 18 öld.
Opið frá mán – laugard 10:00 – 17:00 og sunnud 12:00 – 17:00. Aðgangur ókeypis.
Queens Gallery Hér er hægt að skoða málverk af drottningu og hennar fjölskyldu auk ýmissa djásna og fallegra postulíns muna. Opið frá 9:30 – 18.00 alla daga vikunnar.
Dinamic Earth Náttúrufræðisafn þar sem fólk upplifir ísöld, eldgos , jarðskjálfta, regskóga allt sem við kemur náttúrunni. Virkilega gaman að heimsækja. Opið mán til föst frá 10.00 – 16.00 laug – sunnud frá 10.00 – 17.00.
National Gallery Hægt að sjá hér flottustu málverk allra tíma allsstaðar að úr heiminum.
Opið alla daga frá 10:00 - 17:00. Aðgangur ókeypis.
Georgian House – Charlotte Squere Þetta er í dag heimilisiðnaðar safn og sýnir líf fólks sem bjó hér í New Town á 18 öld.
Opið frá 10.00 – 16.00 .
Royal Britania Drottningarsnekkjan Liggur við festar í Leith hafnarborg Edinborgar . Árið 1994 tilkynnti Ríkisstjórnin að snekkjunni skyldi vera lagt og komið var með hana til Leith 1997 þar sem hún er safn í dag. Opið frá 10:00 – 15:30