Svæðið er á norðurhluta Tenerife og þar getur verið svalara. Þar er mikið um fallegan og fjölbreyttan gróður. Gamli bærinn er með skemmtilegan blæ og hverfið í kringum gömlu höfnina er samansett af litlum þröngum götum með notalegum kaffihúsum og börum. Einnig er hægt að finna spennandi verslanir, falleg torg og veitingastaði og ýmsa afþreyingarmöguleika á svæðinu.
Lonely Planet mælir með nokkrum veitingastöðum á vefsíðu sinni.
Puerto de la Cruz er staður fyrir rómantíkina, fjölskyldur, hópaferðir eða einstaklinga sem vilja upplifa Tenerife á annan hátt. Umhverfið er rólegra og menningin blómstrar.
Gistimöguleikar er margir og veðurfarið milt og gott, sérstaklega yfir sumartímann þegar hitinn nær hámarki á suðurhluta eyjarinnar.
Meðalhiti
Hér er hægt að skoða veðrið á Tenerife
Hitinn getur farið uppí 30°C yfir sumartímann. Yfir vetrarmánuði getur hann farið niður í 15°C. Úrkoma er meiri yfir vetrarmánuðina og sjávarhiti getur farið niður fyrir 20°C.