Töfrar Japans og Suður Kóreu
Celebrity Millennium
Myndagallerí
Japan og Suður Kórea
Celebrity Millennium
14. október – 1.nóvember 2025
Fararstjóri: Héðinn Svarfdal
Tókýó (Yokohama) - Mt. Fuji (Shimizu) - Kyoto (Osaka) - Koschi - Hiroshima - Hakodate - Aomori, Japan og Busan, Suður Kóreu.
Stutt ferðalýsing:
Flogið verður frá Keflavík til Tókýó þriðjudaginn 14. október með millilendingu í Helsinki, Finnlandi. Áætlaður lendingartími á Narita flugvelli í Tókýó er klukkan 13:05 daginn eftir.
Flogið er með Finnair frá Helsinki og vart hægt að fá þægilegra tengiflug milli Íslands og Japan.
Dvalið verður í Tókýó í tvær nætur og farið í spennandi skoðunarferðir áður en haldið er til skips og siglt af stað síðdegis föstudaginn 17.október.
Fyrsti áfangastaðuri skipsins er Mt. Fuji en þaðan verður siglt til Kyoto þar sem stoppað er yfir nótt. Þaðan er siglt til Kochi og Hiroshima en svo tekur við siglingardagur þar sem siglt verður áfram til Busan í Suður Kóreu.
Síðan er komið að öðrum degi á sjó á leið til baka til Japans en komið verður til hafnar í bæði Hakodate og Aomori. Að lokum verður siglt aftur til í Tókýó þar sem gist er síðustu tvær næturnar áður en flogið er aftur heim á leið í gegn um Helsinki.
Flugtafla
Dagur | Flugnúmer | Brottför | Kl. | Áfangastaður | Kl. |
---|---|---|---|---|---|
14. október | FI 342 | Keflavík | 07:30 | Helsinki | 14:00 |
14. október | AY 073 | Helsinki | 17:45 | Toykyo | 13:05+1 |
31. október | AY 074 | Tokyo | 23:10 | Helsinki | 05:00+1 |
01. nóvember | FI343 | Helsinki | 14:00 | Keflavík | 15:55 |
Siglingatafla
Dagur | Áfangastaður | Koma | Brottför |
---|---|---|---|
17. október | Tokyo (Yokohama), Japan | 17:00 | |
18. október | Mt. Fuji (shimizu), Japan | 07:00 | 16:00 |
19. október | Kyoto ( Osaka ), Japan | 11:00 | |
20. október | Kyoto ( Osaka ), Japan | 18:00 | |
21. október | Kochi, Japan | 08:00 | 17:00 |
22. október | Hiroshima, Japan | 09:00 | 18:00 |
23 .október | Á siglingu | ||
24. október | Busan, Suður Kóreu | 07:00 | 17:00 |
25. október | Á siglingu | ||
26. október | Hakodate, Japan | 10:30 | 20:00 |
27. október | Aomori, Japan | 07:00 | 16:00 |
28. október | Á siglingu | ||
29. október | Tokyo (Yokohama), Japan | 06:30 |

Celebrity Millennium
Skipið er í svokölluðum „Millennium" flokki hjá Celebrity Cruises, sem er næsthæsti klassi skipafélagsins. Innréttingar skipsins einkennast af marmara, klassískum viðarinnréttingum og gleri. Allur aðbúnaður og vistarverur bera vott um gæði og glæsileika.
Skipið fór í sína jómfrúarferð árið 2000 og var síðast tekið í gegn í mars 2019. Millennium er 91.000 lestir tæplega 300 metrar á lengd og með rými fyrir liðlega 2.000 farþega. Aquaspa er heilsulind með nuddpottum, gufu, sauna, persneskum garði og „sólarium" með glerþaki. Ótal sérfræðingar bjóða ýmsar dekur- og heilsubætandi meðferðir gegn gjaldi.
Klefarnir eru ýmist með tvíbreiðu rúmi eða tveimur rúmum, setkrók með sófa og skrifborði, minibar, öryggishólfi og sjónvarpi. Hægt er að bóka skoðunarferðir á vegum skipsins, horfa á kvikmyndir og panta herbergisþjónustu í klefann í gegnum sjónvarpið. Baðherbergi er með sturtu, snyrtivörum, baðsloppum og hárþurrku. Sængurfötin eru ofin úr egypskri bómull og herbergisþjónusta er opin allan sólarhringinn.
Dagskrá og ferðatilhögun.
Tókýó (Yokohama), Japan
Þótt Tókýó sé ein stærsta borg heims hefur henni samt tekist að halda í heilmikinn sjarma og menningarlegt aðdráttarafl. Innan um endalaus suðandi ljósaskilti og kaplaflækjur í lofti má í borginni sjá sumt af því tilkomumesta í byggingarlist heimsins, glæsilegar verslanir og fjögurra stjarna veitingastaði. En það þarf ekki að fara langt út fyrir ysinn og þysinn í borginni til þess að finna allt annan heim. Í litlum bæjum og þorpum umhverfis hana fæst innsýn í auðuga menningu og gamlar hefðir Japana. Þar getur að líta fjölda íbúðarhúsa úr timbri, forn hof, helgistaði og keisaralega garða. Allt frá skarkala stórborgarinnar til kyrrlátra bonsaitrjágirtra hverfa er Tókýó heilt rannsóknarefni í unaðslegum andstæðum.

Þriðjudagur 14. október og miðvikudagur 15. okóber - Keflavík – Helsinki – Tókýó.
Lagt af stað 14.október með morgunflugi Icelandair til Helsinki þar sem skipt er um vél og haldið áfram til Tókýó. Áætluð lending í Tókýó er kl. 13:05 þann 15. október.
Ekið á Asakusa View Hotel Annex Rokku þar sem gist er í tvær nætur fyrir siglingu.
Fimmtudagur 16. október. Tókýó - Borgarferð
Í þessari dagsferð verður hið sögufræga Asakusa Konin-hof heimsótt og einnig kíkt í Nakamise verslunargötuna.
Rölt eftir líflegu Akihabara hverfinu sem oftast er kallað "Electric Town" (Rafmagnsbærinn) og einnig verður glæsilega verslunarhverfið Ginza heimsótt.
Ekið verður framhjá keisarahöllinni en dagurinn endar í Shibuya hverfinu sem er eitt þekktasta og líflegasta hverfið í Tókýó.

Föstudagur 17. október. Tókýó - Celebrity Millenium
Lagt af stað í siglinguna. Ekið af stað frá hótelinu um hádegi til Port of Yokohama þar sem Millenium liggur við bryggju og lagt er af stað frá landi kl. 17:00. Gaman er að skoða sig um á skipinu fram að brottför, um kvöldið er síðan borinn fram dásamlegur kvöldverður og tilvalið að njóta skemmtanna sem eru í boði fram eftir kvöldi.
Innritun fer fram við skipshlið og öll þjónusta til reiðu nema verslanir og spilavíti sem opna ekki fyrr en komið er á haf út.
Fararstjóri fer með hópinn í kynnisferð um skipið. Gott er að læra sem fyrst hvar er hægt að borða og drekka og dansa – og slappa af – og hvað er í búðunum, hvar er spilavítið o.s.frv.
Ef sólin skín heillar sundlaugardekkið og mjúkir bekkir, en þar er starfsfólk á þönum allt í kring, reiðubúið að þjóna farþegum sínum.
.

Laugardagur 18. október – MT Fuji (Shimizu), Japan
Á heiðskírum dögum, einkum að vetrarlagi, sést Fuji-fjall (Fuji-san á japönsku) alla leið frá Tókýó, 100 kílómetra í burtu. Þegar hæsta fjall Japans skartar snjóhettu er það hin fullkomna póstkortsmynd af eldfjallskeilu. Þetta rómaða fjall er eitt frægasta tákn Japans, á því hefur hvílt helgi síðan í fornöld og konum var bannað að koma þangað allt fram á öndverða 20 öld.

Sunnudagur og mánudagur 19.- 20. október. Kyoto, Japan
Kyoto er ein merkasta borg Japans, rík af sögu, menningu og náttúrufegurð. Hún er staðsett á Honshu-eyju og var höfuðborg Japans frá 794 til 1868, þegar keisaradæmið flutti til Tókýó. Kyoto er þekkt fyrir að vera menningarleg miðstöð Japans, þar sem margar hefðir japanskrar listar og handverks hafa varðveist í gegnum aldirnar og státar borgin sig af 17 stöðum sem eru á heimsminjaskrá UNESCO, þar á meðal eru musterið Kinkaku-ji (Gyllta paviljónarmusterið) og Ryoan-ji með sínum heimsfræga zen-garði.

Þriðjudagur 21. október – Kochi, Japan
Kochi, sem staðsett er á Shikoku-eyju í Japan, er rómuð fyrir fallega náttúru, ríka sögu og afslappað andrúmsloft. Borgin er höfuðstaður Kochi-héraðs og er þekkt fyrir menningararfleifð sína og tengsl við söguhetjuna Sakamoto Ryoma. Kochi-kastali (Kochi-jö) er einn af fáum köstulum í Japan sem hefur varðveist að fullu frá Edo-tímabilinu (1603–1868). Frá kastalanum er hægt að sjá stórkostlegt útsýni yfir borgina. Hægt er að heimsækja Hirome-markaðinn sem er litríkur matarmarkaður sem býður upp á fjölbreyttar tegundir af mat, frá sjávarréttum til hefðbundins Kochi-matar, eins og katsuo no tataki (léttreyktur bonítufiskur).

Miðvikudagur 22.október – Hiroshima, Japan.
Hiroshima er nútímaleg borg í vesturhluta Honshu-eyju í Japan, sem er bæði tákn endurreisnar og friðar. Hún er þekkt fyrir Friðargarðinn og Friðarsafnið, sem heiðra fórnarlömb kjarnorkuárásarinnar árið 1945. Genbaku-kúpullinn, sem lifði sprenginguna af, stendur sem áminning um fortíðina.
Borgin er líka hlið að hinni töfrandi Miyajima-eyju, þar sem fræga „fljótandi“ torii-hliðið stendur. Hiroshima býður upp á ljúffenga okonomiyaki (japanska pönnuköku) og blómstrar nú sem lífleg borg full af gróðri, menningu og von um frið.

Fimmtudagur 23. október – Á siglingu
Njótið alls þess sem er í boði á þessu frábæra skipi. Látið dekra við ykkur hvort sem er við sundlaugina eða innandyra í heilsulindinni eða í því sem hugurinn girnist. Eitt er víst að það er nóg að borða og drekka.

Föstudagur 24. október - Busan, Suður Kóreu
Busan, næst stærsta borg Suður-Kóreu, er lífleg borg þekkt fyrir fallegar strendur, fjöll og iðandi hafnarstemningu. Hún er heimili frægra áfangastaða eins og Haeundae-strandar, Gamcheon-listahverfisins með litskrúðugum húsum, og Jagalchi-fiskmarkaðarins, stærsta sjávarfangsmarkaðar landsins.
Busan býður upp á spennandi sambland af hefð og nútíma, með fornum hofum eins og Beomeosa-hofi í nálægum fjöllum og nútímalegum verslunarmiðstöðvum eins og Shinsegae Centum City, stærstu stórverslun heims. Borgin er þekkt fyrir sjóðandi sundae-gukbap (blóðpylsu-hrísgrjónasúpu) og Busan International Film Festival, sem dregur að kvikmyndaáhugafólk frá öllum heimshornum.

Laugardagur 25. október - dagur á siglingu.
Algjör lúxus að fá heilan dag til að sigla um framandi höf og njóta matar, drykkja og afþreyingar um borð í Celebrity Millennium.

Sunnudagur 26. október – Hakodate, Japan
Hakodate, er staðsett á suðurhluta Hokkaido-eyju í Japan, heillandi borg sem blandar saman sögulegri arfleifð og náttúrufegurð. Hún er þekkt fyrir Goryokaku-virkið, stjörnulaga garð með kirsuberjatrjám, og stórkostlegt útsýni frá Hakodate-fjalli, sem glitrar á kvöldin.
Borgin státar af Hakodate-morgunmarkaðinum, þar sem ferskir sjávarréttir eins og krabbi og uni (ígulker) eru ómissandi. Hakodate er einnig heimili sögulegra bygginga í Motomachi-hverfinu, þar sem austur og vestur mætast. Það er fullkominn áfangastaður fyrir matgæðinga, söguunnendur og þá sem vilja njóta rólegs strandlífs.

Mánudagur 27. október - Aomori, Japan
Aomori er norðarlega á Honshu-eyju í Japan, hún er þekkt fyrir náttúrufegurð sína, ríkulega menningu og árstíðabundna viðburði. Borgin er heimili frægu Nebuta-hátíðarinnar, litríkra ljóslúðrablóts sem laðar að fjölda gesta á hverju sumri.
Aomori státar af stórbrotinni náttúru eins og Oirase-gilinu og Towada-vatni. Yfir vetrarmánuðina verða Hakkoda-fjöllin og snævi þaktir skógar glæsilegur vettvangur fyrir vetraríþróttir. Borgin er einnig þekkt fyrir sælkeraepli og sjávarfang, sérstaklega ferskan túnfisk. Aomori er blanda af ógleymanlegri menningar- og náttúruupplifun.

Þriðjudagur 28. október - Á sigingu
Síðasti dagurinn á siglingu og þá er um að gera að njóta þess sem er í boði á skipinu.

Miðvikudagur 29. október Komið í land í Tókýó - skoðunarferð
Morgunverður snæddur um borð í skipinu. Eftir morgunverð verður farið með rútu í stutta skoðunarferð um Kínahverfið Yokohama og fleiri áhugaverða staði áður en komið er á hótelið þar sem gist verður í tvær nætur áður.

Fimmtudagur 30. október Tókíó - Skoðunarferð til Hakone.
Lagt er að stað frá hótelinu eftir morgunverð og haldið til Hakone.
Stoppað er við hið fallega Ashi-vatn og Owakudani-dalinn.

Fimmtudagur 31. október – Tókýó – Helsinki – Keflavík.
Dagurinn tekinn rólega áður en haldið er út á flugvöll um kvöldmatarleitið.
Áætluð brottför flugs AY074 er kl. 23:10. Flogið með Finnair til Helsinki og lent þar kl. 05:00 morguninn eftir.
Föstudagur 01. nóvember Helsinki - Keflavík
Flogið áfram til Keflavíkur með Icelandair FI343 klukkan 14:00 og er áætluð lending í Keflavík kl. 15:55 sama dag.
Gististaðir
-
Veðrið
-
Flugtími
Kef
NRT
10
Morgunflug
-
Gjaldmiðill
€Euro
Gengi
-
Rafmagn
220 volt