fbpx Atrium Ambiance City Hotel, Rethymnon | Vita

Atrium Ambiance City Hotel, Rethymnon
4 stars

Vefsíða hótels

Þetta glæsilega fjögurra stjörnu hótel sem er aðeins ætlað fullorðnum er vel staðsett í Rethymnon, í örstuttu göngufæri við Rethymno ströndina.

Hótelið er á fjórum hæðum og á því eru um 120 herbergi sem rúma tvo til þrjá. Hægt er að velja á milli standard, superior eða deluxe herbergja, ýmist með sundlaugarsýn eða ekki. Á öllum herbergjum er loftkæling, internet, sjónvarp, lítill ísskápur, setkrókur og hárþurrka.

Á hótelinu er hægt að finna margskonar afþreyingu, t.d. líkamsræktarstöð, billjard eða borðtennis og hægt er að panta sér tíma í nuddi. Í hverri viku skipuleggur hótelið svo ýmsa afþreyingu á kvöldin s.s. lifandi gríska tónlist, dans, magadans, einhverskonar sýningar og ýmislegt fleira. Skammt frá hótelinu er hægt að fara í minigolf og margskonar vatnasport er í boði við ströndina.

Tveir veitingastaðir eru á hótelinu, Onions sem býður upp á bæði morgun- og kvöldverðarhlaðborð og A la carte veitingastaðurinn Green & Grill sem býður upp á margskonar gríska rétti. Einnig eru tveir barir, annar úti við sundlaugina þar sem hægt er að njóta úrvals hressandi drykkja og snarls yfir daginn og einnig hádegisverðar í hádeginu. Ginger Coctail barinn er svo staðsettur inni þar sem hægt er að njóta flottra kokteila á kvöldin.

Fjarlægðir

 • Strönd: 450 metrar, 6 mín gangur
 • Veitingastaðir: Allt um kring
 • Miðbær: Rethymnon, rétt hjá
 • Flugvöllur: 1klst og 10 mín akstur

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Skemmtidagskrá
 • Veitingastaður
 • Aðgengi fyrir fatlaða
 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Herbergi
 • Líkamsrækt
 • Lyfta
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Verönd/svalir
 • Minibar
 • Hárþurrka
 • Herbergi

Fæði

 • Fullt fæði
 • Hálft fæði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun