Best Western Hotel Firenze
Vefsíða hótels

Mjög gott hótel á besta stað, rétt hjá Porta Nuova torginu í Verona. Aðeins er um 10 mínútna göngutúr að Arena-hringleikahúsinu og gamla miðbænum. Veitingastaðir og verslanir allt um kring.
Í hótelinu eru 67 smekklega innréttaðar vistarverur, sem skiptast í tveggja til fjögurra manna herbergi og svítur sem rúma tvo. Á sérstök fjölskylduherbergi er hægt að panta barnarúm, skiptiborð og pelahitara fyrir yngstu börnin en leikföng og Nintento Wii leikjatölvu fyrir þau aðeins eldri. Innréttingar eru klassískar, í millibrúnum við og áklæði í björtum litum. Parkett er á gólfum. Öll nútímaþægindi eru til staðar, eins og loftkæling og upphitun, sími, flatskjársjónvarp með gervihnattarásum, smábar, öryggishólf og ókeypis þráðlaus nettenging. Á baðherbergjum er sturta eða baðker, hægt er að fá sturtu með gufu og baðker með nuddi, hárþurrka, inniskór og baðvörur.
Morgunverðarhlaðborð með ríkulegu úrvali kaldra rétta er í veitingasal og því þarf enginn að fara svangur í bæjarferð. Á Bacosi-barnum á jarðhæðinni er hægt að gæða sér á snarli auk heilmikils úrvals af kokteilum, víni, óáfengum drykkjum og að sjálfsögðu freyðivíni hússins sem er lífrænt.
Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn og þar er töskugeymsla, þvotta-, þurrhreinsi og strauþjónusta. Aðstoðað er við miðakaup, ferðaupplýsingar og bílaleigu.
Best Western Hotel Firenze er einkar vel staðsett, 10 mínútna gönguferð er að lestarstöðinni í aðra áttina og jafnstutt í gamla bæ Verona og að Arena-hringleikahúsinu í hina, og þaðan að öllum helstu kennileitum. Verslanir og veitingastaðir eru við sömu götu og hótelið og einnig í götunum í kring.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 12 km
- Miðbær: 10 min ganga að gamla miðbænum
- Veitingastaðir: Allt um kring
Aðstaða
- Bar
- Gestamóttaka
- Herbergi
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Minibar
- Hárþurrka
Fæði
- Morgunverður