Gran Tacande, wellness and relax, Costa Adeje

Vefsíða hótels

Dream Hotel Gran Tacande er 5 stjörnu lúxushótel við eina fallegustu strönd Tenerife, Playa del Duque. Sundlaugargarðurinn er glæsilegur, liggur meðfram hótelinu og nær nánast niður á strönd.  Nútímaleg og smart hönnun, fyrsta flokks veitingastaðir og ein glæsilegasta heilsulindin á Tenerife.  Þjónustan á hótelinu þykir framúrskarandi.

Í nágrenni hótelsins er iðandi mannlíf og tvær af betri verslunarmiðstöðvum Costa Adeje svæðisins eru í göngufæri, þar af er önnur Plaza del Duque, sem er sú fínasta á allri ströndinni. Auðvelt er að  ganga eftir strandgötunni á amerísku ströndina, en þangað eru liðlega 3 kílómetrar.

Á hótelinu eru 250 glæsileg herbergi og svítur í fjórum byggingum.  Auk tveggja manna herbergja er hægt að  sérpanta svítur, en í þeim eru ávallt nuddpottar. Tveggja manna herbergin eru stór og glæsileg, öll loftkæld með verönd eða svölum, interneti, gervihnattasjónvarpi, öryggishólfi, smábar, tónlistarrásum og síma. Baðherbergin eru í stíl við annað á þessi glæsihóteli, vel útbúin með sér sturtu, baðkari, hárþurrku og snyrtivörum.

Á Dream hótel Gran Tacande eru alls Það eru 2 veitingastaðir á hótelinu; El Zurron sem er opinn fyrir kvöldverð (innifalið í verði fyrir HB farþega) og annar sem heitir Bocana.”  Hótelgestir geta valið um bari, innan dyra sem utan – allt eftir því hvaða tími dagsins er og hvaða stemmningu er verið að sækjast eftir. Þakveröndin með baraðstöðu er sérstaklega skemmtileg. 

„VITANOVA Spa & Wellbeing centre “ er hin fullkomna heilsulind og vart hægt að ímynda sér nokkra meðferð sem ekki er í boði á þessum sælureit.  Einkum er lögð áhersla á ýmis konar heilsuböð. Meðal þess sem er á heilsulindinni er nuddpottur, tyrkneskt bað, gufubað, tækjasalur og snyrtistofa. Ótæmandi möguleikar eru á að stunda íþróttir og aðra afþreyingu á hótelinu og á ströndinni.

Dream Hotel Gran Tacande er glæsihótel fyrir fólk sem vill aðeins það besta.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 25 km
 • Miðbær: í göngufæri við miðbæ Costa Adeje og 3,5 km frá Playa Americas
 • Veitingastaðir: Á hótelinu og allt um kring
 • Strönd: Við strönd

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Veitingastaðir
 • Aðgengi fyrir fatlaða
 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Líkamsrækt
 • Lyfta
 • Nettenging
 • Herbergi: Tveggja manna herbergi, hægt er að sérpanta svítur

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Loftkæling
 • Verönd/svalir
 • Minibar
 • Hárþurrka
 • Öryggishólf: Gegn gjaldi

Fæði

 • Hálft fæði
 • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun