fbpx Eugenia - Snyrtilegt og mjög vel staðsett - Enska ströndin

Eugenia Victoria & Spa, Playa del Inglés
3 stars

Vefsíða hótels
  • pin Created with Sketch.

Eugenia Victoria & Spa er snyrtilegt og vel staðsett hótel í miðbæ Ensku strandarinnar en ströndin er í um tíu mínútna göngufjarlægð. Stutt er að ganga í San Fernando, sem gjarnan er kallað „spænska hverfið.

Aðstaða á hótelinu er góð og gestir hafa aðgang að huggulegri og rúmgóðri heilsulind. Þar er til dæmis finnskt gufubað, nuddpottur, sundlaug með nuddstútum og hvíldarherbergi. Einnig er hægt að panta nudd og snyrtimeðferðir gegn gjaldi. Líkamsræktaraðstaða er á hótelinu. 

Herbergi hótelsins eru rúmgóð og rúma mest þrjá fullorðna (með aukarúmi). Hægt er að velja um hálft fæði eða allt innifalið (matur og drykkir).
Herbergin á 6. - 8. hæð eru vinsælust á þessu hóteli vegna staðsetningarinnar og býðst farþegum að bóka þessi herbergi gegn vægu aukagjaldi.

Sundlaugagarðurinn er skemmtilega hannaður með sundlaug og góðri sólbaðsaðstöðu.

Fjarlægðir

  • Frá flugvelli: 30 km
  • Frá miðbæ: Í göngufæri
  • Veitingastaðir: Í göngufæri
  • Frá strönd: 1 km

Aðstaða

  • Nettenging: Gegn gjaldi
  • Barnasundlaug
  • Sundlaug
  • Líkamsrækt
  • Gestamóttaka
  • Bar
  • Veitingastaður
  • Skemmtidagskrá

Vistarverur

  • Herbergi: Hótelherbergi - ATH einbýli er ekki með svölum
  • Ísskápur
  • Öryggishólf: Gegn gjaldi
  • Sjónvarp
  • Hárþurrka

Fæði

  • Allt innifalið, Hálft fæði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun