Galini Palace, Kolymbari
Vefsíða hótels

CHC Galini Palace er glænýtt og glæsilegt hótel staðsett í Kolymbari sem er í um 25 mínútna akstursfjarlægð frá miðbæ Chania. Miðbær Platanias er í um 15 mínútna akstursfjarlægð.
Hótelið opnaði árið 2021 og býður upp á mjög góða aðstöðu.
Sundlaug, barnalaug, veitingastaður, bar, sundlaugarbar, leiksvæði fyrir börn, heilsulind og líkamsræktarsalur svo eitthvað sé nefnt.
Herbergin eru innréttuð í ljósum litum og eru búin öllum helstu þægindum, svo sem loftkælingu, litlum ísskáp, Wi-Fi, öryggishólfi, sjónvarpi, síma og rúmgóðum baðherbergjum.
Frítt Wi-Fi er á öllu hótelinu.
„Allt innifalið“ felur í sér morgun- hádegis- og kvöldverð og drykki til kl. 23 á kvöldin. Morgun- og kvöldverður eru bornir fram á hlaðborði á aðalveitingastað hótelsins, hádegisverður á veitingastað við sundlaugina.
Kolymbari er rólegt þorp við ströndina en þar er að finna bæði verslanir og veitingastaði. Ágætar almennings samgöngur eru frá Kolymbari til Platanias og Chania.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 42 km
Aðstaða
- Sundlaug
- Te eða kaffivél
- Veitingastaður
- Bar
- Barnaleiksvæði
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Kaffivél
- Ísskápur
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
- Herbergi
Fæði
- Allt innifalið