fbpx Golden residence | Vita

Golden residence
4 stars

Vefsíða hótels

Golden Residence er heillandi fjögurra stjörnu hótel á suðurströnd Madeira. Þægindi, glæsileg hönnun og gæði einkenna hótelið sem er staðsett á frábærum stað með óheft sjávarútsýni.

Á hótelinu eru 172 herbergi og íbúðir sem henta fjölbreyttum hópum ferðamanna. Hönnun herbergjanna er nútímaleg en klassísk. Veggir eru ljósmálaðir, parket er á gólfum og herbergin eru því björt og hlýleg. Öll herbergi hafa loftkælingu, frítt internet, flatskjársjónvarp, míníbar og teketil. Í íbúðum er að auki aðstaða til eldamennsku. Baðherbergin eru flísalögð og þar eru sturta, snyrtispegill, hárþurrka og helstu snyrtivörur. Öllum herbergjum fylgja svalir.

Á hótelinu er veitingastaður sem býður upp á rétti af svæðinu sem og alþjóðlega rétti. Unnið er með ferskt hráefni, meðal annars úr grænmetisgarði hótelsins. Hægt er að borða inni á staðnum eða úti á veröndinni. Morgunverður er borinn fram af girnilegu hlaðborði.
Á hótelbarnum er boðið upp á gott úrval af léttum drykkjum og kokteilum. Njóttu þess að sitja úti, slaka á og sötra ljúffengan drykk á meðan þú fylgjast með töfrandi sólarlaginu.

Í hótelgarðinum er góð sundlaug og aðstaða til sólbaðsiðkunar í snyrtilegu umhverfi. Á hótelinu er heilsulind þar sem hægt er að svamla um í upphitaðri sundlaug, taka á því á líkamsræktarstöð og iðka núvitundaræfingar í hugleiðsluherbergi. Boðið upp á fjölbreyttar meðferðir sem hægt er að panta sér, meðal annars heitsteinanudd. Á hótelinu er einnig aðstaða til að spila billjarð.

Golden residence býður upp á öll helstu þægindi sem gera hótelið að frábærum kosti fyrir alla ferðamenn sem setja heilsu og afslöppun í forgang. Í nágrenninu er mikið af fallegum gróðri og enn eru ræktaðir bananar á plantekrunum í Funchal. Þjónustan er góð, umhverfi hótelsins er rólegt og stutt í afþreyingu og veitingahús. Hér er því góður staður til að njóta lífsins við sjávarsíðuna.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 23 km
 • Strönd: Stutt á Praia Formosa og Marina do Funchal höfnina
 • Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Veitingastaður
 • Aðgengi fyrir fatlaða
 • Bar
 • Barnaleiksvæði
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Herbergi
 • Líkamsrækt
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Loftkæling
 • Verönd/svalir
 • Minibar
 • Hárþurrka

Fæði

 • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun