fbpx Heitzmann & Two Timez, Zell am See | Vita

Heitzmann & Two Timez, Zell am See
4 stars

Vefsíða hótels

Gott fjögurra stjörnu hótel staðsett í miðbæ Zell am see. Skiðakláfur er aðeins í 120 metra fjarlægð og veitingastaðir og verslanir eru allt um kring.

Hótelið er fallega hannað með móttöku, veitingastað, bar, setustofu og skíðageymslu. Þar má einnig finna heilsulind með nuddpotti, sauna og hægt er að panta gegn gjaldi í nudd. 

Öll herbergi eru vel búin en þar má finna sjónvarp, síma, öryggishólf og minibar.  Sum þeirra eru með svalir.

Frábærlega vel staðsett hótel.

Ath.veitingastaðurinn er lokaður alla mánudaga frá 21.des´24-3.jan´25. Alla þriðjudaga er hann lokaður frá 4.jan´25-1.mar´25.

Miðbær Zell am See er mjög skemmtilegur bær, þar má finna veitingastaði, aprez-ski bari, verslanir og fleira. Skíðabrekkurnar eru svo allt um kring. Fyrir gönguskíðafólk eru 200 kílómetrar af gönguskíðabrautum. Hægt er kaupa skíðapassa „ski alpen card“ sem gefur aðgang að meira en 400 km. af  brekkum og  um 120 skíðalyftum. Rétt hjá má svo finna skíðabæinn Kaprun  en þar er jökullinn Kitzsteinhorn og er þar hæsti tindur 3200 metra hár. Á fáum stöðum í Austurríki getur þú treyst því betur að nægur snjór þeki skíðabrekkurnar í vetrarfríinu þínu. Það skíðasvæði er einnig innifalið í skíðapassanum.  

Vert er að taka fram að það er ekki fararstjóri á svæðinu en hægt er að hafa samband við Icelandair VITA ef eitthvað kemur upp á. Ekki eru í boði akstur til og frá flugvelli en hægt er að sérpanta það gegn aukagjaldi. 

Ferðamannaskatturinn í Austurríki er ekki innifalinn í verði ferðarinnar. Hann greiðist á hóteli við brottför. Sjá nánar undir hagnýtar upplýsingar.

Fjarlægðir

 • Frá flugvelli: 100 km
 • Frá miðbæ: Í miðbæ
 • Veitingastaðir: Í næsta nágrenni
 • Frá skíðalyftu: 120 metrar

Aðstaða

 • Þráðlaust net
 • Herbergi
 • Gestamóttaka
 • Bar
 • Upphituð skíðageymsla
 • Veitingastaður
 • Gufubað
 • Heilsulind

Vistarverur

 • Minibar
 • Öryggishólf
 • Sjónvarp

Fæði

 • Morgunmatur

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun