fbpx Cristian Sur í Los Cristianos. Rólegt hótel. Góð staðsetning

HG Cristian Sur, Los Cristianos
3 stars

Vefsíða hótels

HG Cristian Sur er einfalt og rólegt íbúðahótel á góðum stað í Los Cristianos - stutt í verslanir, veitingastaði, bari og ströndina. Hótelið er staðsett beint á móti HG Tenerife Sur.

Í boði eru rúmgóðar og bjartar íbúðir, eins eða tveggja svefnherbergja. Í þeim öllum er sjónvarp, sími, öryggishólf, opnanlegir gluggar og svalir. Á baðherbergi er baðkar og sturta, og hægt er að óska eftir hárþurrku og straujárni og strauborði. Í eldhúskrók er helluborð, ofn, ísskápur, brauðrist og hraðsuðuketill. Þráðlaust internet á sameiginlegum svæðum gegn gjaldi.
Íbúðir eru þrifnar 5 sinnum í viku og skipt um handklæði 2svar í viku. Skipt er á rúmum 1 sinni í viku.
Tekið skal fram að á þessu hóteli er ekki hægt að fá íbúðir með sérstöku hjólastóla aðgengi.

Athugið að tveggja herbergja íbúðirnar eru á tveimur hæðum - á efri hæð er opið herbergi, baðherbergi og aðrar svalir.

Garðurinn er fallegur og vel gróinn. Þar eru tvær laugar, önnur þeirra upphituð og barnalaug að auki. Á sundlaugarbarnum er frítt þráðlaust internet. Einnig er á hótelinu verslun og þvottahús.

Á veitingastað hótelsins er hægt að fá morgun-, hádegis- og kvöldverð, en á hótelinu er einnig kaffihús og matvöruverslun. Morgunverður eða hálft fæði í boði - gengið er frá því beint við hótelið.

Cristian Sur er ekki með lyftu. 

Vel staðsett íbúðahótel í Los Cristianos með góðum garði og aðstöðu.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 10 km
 • Veitingastaðir: Við hótelið

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Bar
 • Barnasundlaug
 • Gestamóttaka: Opin frá kl.8:00 - 24:00
 • Nettenging: Já gegn gjaldi, í tölvuherbergi og þráðlaust net við sundlaugarbar
 • Íbúðir: Íbúðir með einu og tveimur svefnherbergjum. Tveggja herbergja íbúðir eru á tveimur hæðum.

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Ísskápur
 • Verönd/svalir
 • Öryggishólf: Gegn gjaldi

Fæði

 • Hálft fæði
 • Án fæðis

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun