fbpx Hótel Brisa, Benidorm | Vita

Hotel Brisa
4 stars

Vefsíða hótels

Rótgróið lítið fjögurra stjörnu hótel á frábærum stað, alveg við ströndina í hinu rólega Rincón de Loix-hverfi Benidorm.

Hótel Brisa býður upp á einföld en litrík og björt herbergi með útsýni yfir ströndina og heiðblátt hafið. Hönnunin er einföld en öll helstu þægindi eru til staðar, t.d. sími, sjónvarp með gervihnattarásum, öryggishólf, flísalögð gólf, loftkæling, þráðlaust internet, baðherbergi með hárþurrku og helstu snyrtivörum. Hægt er að fá samtengd herbergi fyrir þá sem ferðast með vinum eða fjölskyldu.

Á hótelinu er veitingastaður, bar og snarlbar. Boðið er upp á morgunverðarhlaðborð og einnig er hægt að fá morgunverð eða nestispakka fyrir ævintýri dagsins senda upp á herbergi. Á sumrin er grillað fyrir gesti á útisvæði hótelsins á fimmtudögum og oft er boðið upp á lifandi tónlist. Hægt er að nýta sér hreinsun og þvottaþjónustu hótelsins gegn gjaldi og vel útbúin líkamsræktaraðstaða er til staðar fyrr þá sem vilja halda sér í formi í fríinu. Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn og starfsfólk er ávallt tilbúið að aðstoða gesti og veita upplýsingar.

Brisa er eitt af fáum hótelum við ströndina sem státar af eigin sundlaug fyrir gesti. Sundlaugarsvæðið vísar út að ströndinni og þar er einnig verönd með setuaðstöðu. Aðeins er nokkurra metra gangur á ströndina sjálfa þar sem nóg er af sólbekkjum og hægt er að njóta Miðjarðarhafsgolunnar í sólbaðinu.

Bæjarhlutinn Rincón de Loix er einn sá vinsælasti á Benidorm. Umhverfið er rólegt en þó er stutt í allt það helsta, bæði afþreyingu og þjónustu. Hotel Brisa er tilvalið fyrir þá sem vilja verja deginum á ströndinni og njóta sólsetursins á hótelinu með kaldan drykk við hönd.

Ath. Fyrir þá sem panta rútuferð til og frá flugvelli, þá er gott að hafa í huga að rútan getur ekki stoppað alveg við hótelið. Getur því verið smá gangur til og frá hótelinu.

Fjarlægðir

  • Frá strönd: Alveg við ströndina
  • Frá miðbæ: Gamli bærin: 1,9 km. eða 20 mín. göngufjarlægð
  • Veitingastaðir: Allt um kring

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun