fbpx Nacional de Cuba, Havana

Nacional de Cuba, Havana
5 stars

Vefsíða hótels

Sögufrægt hótel við Malecon-strandlengjuna í Vedado-hverfinu, við enda einnar líflegustu verslunargötu Havana. 

Í hótelinu, sem er á átta hæðum, eru 473 vistarverur, sem skiptast í 457 eins og tveggja manna herbergi og 16 svítur. Herbergin eru innréttuð í art deco- og klassískum stíl í bland. Loftkæling er í öllum herbergjum, sjónvarp, sími, öryggishólf og smábar. Á baðherbergi er hárþurrka. Háhraðanettenging stendur gestum hótelsins til boða gegn gjaldi.
Hægt er að panta standard herbergi á hótelinu og svo herbergi með auka þjónustu "Executive service". Þessi herbergi hafa einka móttöku sem er staðsett á 6.hæð, snarl bar sem er opinn frá 7 - 19 og sér morgunverðarhlaðborð. Einnig er meiri þjónusta við gesti í þessum herbergjum. Þau eru staðsett á 5-8 hæð á hótelinu. 

Hlaðborðsveitingastaðurinn La Veranda býður upp á glæsilegt morgunverðarhlaðborð og kvöldverð. Hinn glæsilegi Comedor de Aquiar býður upp á kúbverska jafnt sem alþjóðlega matargerð auk úrvals af léttvíni. Í hótelgarðinum er La Barraca og þar er áherslan á þjóðlega kreólarétti. Í hótelinu er einnig kaffihús og nokkrir barir. Á hverju kvöldi er boðið upp á glæsilega kabarettsýningu, Cubano, Cubano, þar sem rakinn er uppruni kúbverskrar menningar, og lifandi tónlist er flutt á veitingastöðum og börum, m.a. af meðlimum Buena Vista Social Club.

Í hótelgarðinum er sundlaug og þar er góð sólbaðsaðstaða með sólbekkjum. Þar er hægt að gæða sér á léttum réttum og úrvali drykkja meðan slakað er á í sólinni.

Líkamsræktaraðstaðan er ágæt, einnig er hægt að slaka á í gufubaði eða taka á því í tennis. Hárgreiðslustofa, snyrtistofa og sérverslanir með vindla, vín, snyrtivörur og fleira eru í hótelinu. Í móttökunni er boðið er upp á gjaldeyrisskipti og þvottaþjónustu. Herbergisþjónusta er allan sólarhringinn.

Sögufrægt hótel í gamla yfirstéttarhverfinu Vedado. Það var byggt árið 1930, er eitt af kennileitum Havana og er á heimsminjaskrá Unesco. Hér fundaði mafían, hér lögðu Fidel Castro og Che Guevara á ráðin og Churchill, Frank Sinatra, Marlene Dietrich, Hemingway og Marlon Brando voru meðal gesta. Frá hótelinu er stórkostlegt útsýni yfir höfnina í Havana, Malecon-strandlengjuna og borgina sjálfa. Stutt er í verslanir, söfn og sögufræga staði, fótgangandi, eða með almenningssamgöngum og leigubílum.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 1,5 klst akstur
 • Strönd: Við ströndina
 • Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Skemmtidagskrá
 • Veitingastaður
 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Herbergi
 • Líkamsrækt
 • Nettenging: Gegn gjaldi

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Hárþurrka

Fæði

 • Hálft fæði
 • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun