Poseidon Playa, Benidorm

Vefsíða hótels

Einfalt og gott hótel rétt við Poniente-ströndina í hinum líflega og vinsæla sumarleyfisbæ Benidorm.

Í Poseidon Playa eru um 300 herbergi sem rúma mest þrjá gesti. Herbergin eru einföld en þægileg, flísalögð og búin loftkælingu (frá júní fram í september), upphitun, sjónvarpi með gervihnattarásum og síma. Hægt er að leigja kæliskáp og öryggisgeymslu sérstaklega.  Baðherbergi er marmaraklætt og fylgir hárþurrka. Þráðlaust netsamband er aðgengilegt gegn gjaldi alls staðar í hótelinu. Svalir með útsýni út á Miðjarðarhaf eru á öllum herbergjum. Hótelbyggingin er 17 hæðir og í henni eru fjórar lyftur. Þá er boðið upp á þjónustu eins og þvott, þurrhreinsun og straujun.

Stór veitingasalur er í hótelinu og þar er matur fram borinn á hlaðborði. Úr setustofubarnum er útsýni yfir ströndina og sjóinn og þar er boðið upp á skemmtanir á kvöldin. Yfir sumarleyfistímann er opinn bar á sundlaugarbakkanum þar sem gott er að svala þorstanum í Miðjarðarhafssólskininu.

Tvær sundlaugar eru við hótelið, sú stærri ætluð fullorðnum en sú minni börnum. Sólbaðsaðstaða með bekkjum og sólhlífum er við sundlaugarnar fyrir þá sem ekki nenna niður á strönd sem þó er ekki nema í fárra skrefa fjarlægð.

Á hótelinu er boðið upp á afþreyingu eins og biljarð, borðtennis, pílukast, fjölbreytta skemmtidagskrá og leikjaherbergi þar sem einnig er netaðgangur. Á sumrin er rekinn barnaklúbbur í hótelinu.

Það er á allra vitorði að Benidorm er með líflegri sumarleyfisstöðum á Miðjarðarhafsströnd Spánar. Þar er skemmtanalífið fjörugt og urmull af næturklúbbum, veitingahúsu, börum og verslunum. En fleira er hægt að gera en að djamma eða versla. Við ströndina er boðið upp á alls konar sjósport eins og seglbretta- og sjóskíðabrun og margt fleira. Tívolígarðurinn Terra Mitica er ekki langt undan og vatnsskemmtigarðurinn Aqualandia með ævintýralegum vatnsrennibrautum og laugum er í útjaðri bæjarins svo og Villaitana-golfvöllurinn fyrir þá sem stöðugt eru að hugsa um forgjöfina.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 58 km
 • Miðbær: 1,5 km í gamla bæinn á Benidorm
 • Strönd: 60 metrar
 • Veitingastaðir: Á hótelinu og í nágrenninu

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Skemmtidagskrá
 • Veitingastaðir
 • Bar
 • Barnasundlaug
 • Gestamóttaka
 • Herbergi
 • Lyfta
 • Nettenging: Þráðlaus nettenging á sameiginlegum svæðum og á herbergjum án endurgjalds

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Loftkæling
 • Verönd/svalir
 • Hárþurrka
 • Öryggishólf: Hægt að leigja gegn gjaldi
 • Ísskápur: Hægt að leigja gegn gjaldi

Fæði

 • Allt innifalið
 • Fullt fæði
 • Hálft fæði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun