fbpx VidaMar Resort, Madeira | Vita

VidaMar Resort, Madeira
5 stars

Vefsíða hótels
 • pin Created with Sketch.

Glæsileiki, falleg hönnun og öll helstu þægindi einkenna VidaMar hótelið í Madeira. Hér er svo sannarlega allt til alls. Frábær staðsetning á ströndinni, fjölbreytt afþreying og fallegt umhverfi.

Á hótelinu eru 300 herbergi af ýmsum stærðum og gerðum en í þeim öllum eru þægindin í fyrirrúmi. Hægt er að fá tveggja til þriggja manna herbergi með sjávarsýn eða útsýni út í garðinn, fjölskylduherbergi og svítur af ýmsum stærðum og gerðum. Hér ættu því allir að geta fundið hentugar vistarverur. Herbergin eru björt og rúmgóð, innréttingar eru klassískar og húsgögn eru falleg. Flísar eru á gólfum. Í herbergjunum er loftkæling, frítt internet, flatskjársjónvarp með gervihnattastöðvum, ketill, skrifborð, lítill ísskápur og öryggishólf. Á baðherbergjum er sturta og baðkar, hárþurrka, sloppar og inniskór ásamt helstu snyrtivörum. Öllum herbergjum fylgja svalir eða verönd með útihúsgögnum.

Á hótelinu eru fimm veitingastaðir sem bjóða upp á mikla fjölbreytni. Þar er bæði í boði að prófa rétti frá svæðinu eða halda sig við alþjóðlega rétti, hvort sem farið er á hlaðborð eða aðra veitingastaði. Einnig er á hótelinu píanóbar og bar þar sem hægt er að spila billjarð. 

Hótelgarðurinn er mjög vel skipulagður, stór og fallegur en í honum eru fjórar sundlaugar og skemmtilegur gróður, þar á meðal pálmatré. Einnig er góð aðstaða til sólbaðsiðkunar í garðinum. Útsýnið yfir Funchal flóa er stórbrotið.

Á hótelinu er góð líkamsræktaraðstaða og ýmsir íþróttavellir sem gera gestum kleift að huga að hreyfingu. Einnig er þar flott heilsulind með sánu, tyrknesku baði, fjölbreyttum sturtum og beinum aðgangi út að sjónum. Fjölbreytt afþreying er á hótelinu, til dæmis er hægt að fara að kafa, prófa aðrar vatnaíþróttir, spila skvass eða taka þátt í slökunarstundum. Á kvöldin er oft spiluð lifandi tónlist á barnum og fyrir börnin er starfræktur krakkaklúbbur á hótelinu.

VidaMar Resort Madeira er góður kostur fyrir fjölskyldur og aðra sem vilja njóta alls hins besta sem Madeira býður upp á. Hér er um að ræða hótel sem stendur á fallegum stað við sjóinn og hefur allt til alls til að fríið verði stórfenglegt.

Fjarlægðir

 • Frá flugvelli: 24 km
 • Frá strönd: Á fallegum stað við sjóinn
 • Veitingastaðir: Fimm veitingastaðir

Aðstaða

 • Nettenging
 • Sundlaug
 • Líkamsrækt
 • Heilsulind
 • Gestamóttaka
 • Barnaleiksvæði
 • Barnadagskrá
 • Bar
 • Veitingastaður
 • Skemmtidagskrá

Vistarverur

 • Herbergi
 • Minibar
 • Kaffivél
 • Loftkæling
 • Öryggishólf
 • Sjónvarp
 • Hárþurrka

Fæði

 • Hálft fæði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun