fbpx Allegro, Madeira | Vita

Allegro, Madeira
4 stars

Vefsíða hótels
  • pin Created with Sketch.

Nútímalegt hótel sem er tilvalið fyrir alla þá sem þyrstir í sól og sælu. Hótelið er eingöngu fyrir fullorðna og aðstæður góðar til að slaka á.

Í heildina eru 124 herbergi á hótelinu en þau skiptast í tveggja til þriggja manna herbergi og svítur. Herbergin eru björt, ljósmáluð og nýtískuleg, með ljósum innréttingum og klassískum einkennislitum. Snyrtilegur dúkur er á gólfum. Öll herbergin eru með loftkælingu, fríu interneti, síma, flatskjársjónvarpi með gervihnattarásum, litlum ísskáp, öryggishólfi og skrifborði. Út frá öllum herbergjum eru svalir sem búnar eru útihúsgögnum. Baðherbergin eru flísalögð en þar er sturta, hárblásari og helstu snyrtivörur. Út frá sumum herbergjum er fallegt útsýni til sjávar.

Á hótelinu er Lido, kósý og fjölbreyttur veitingastaður sem býður upp á alþjóðlega rétti sem og einkennisrétti svæðisins en þar er alltaf notast við ferskasta mögulega hráefni frá svæðinu. Þar er einnig borinn fram morgunverður. Þrír barir eru á hótelinu og eru þeir spennandi, hver á sinn hátt. Einn barinn er á efstu hæð hótelsins en þaðan er stórbrotið útsýni yfir Madeira. Á þessari opnu verönd er hægt að sitja og njóta sólarlagsins og heitrar kvöldgolunnar með ljúffengan drykk í hönd. Annar bar er í anddyrinu og þar er gott að slaka á, hvort sem það er með kaffi og góða bók eða með spjalli við vini yfir kokteil. Síðast en ekki síst er bar við sundlaugina þar sem gestir geta fengið sér snarl og kælt sig niður með drykkjum án þess að þurfa að yfirgefa sundlaugargarðinn. 

Hótelgarðurinn sjálfur er snyrtilegur og vel skipulagður. Garðurinn er tilvalinn til að slaka á eftir könnunarleiðangra dagsins eða bara til að flatmaga allan liðlangan daginn því þar er sundlaug og góð aðstaða til sólbaðsiðkunar. Einnig er góð líkamsræktaraðstaða á hótelinu ásamt heilsulind með gufubaði og tyrknesku baði.

Hotel Allegro er frábært hótel fyrir rólegt frí í sólinni. Staðsetningin er góð en frá hótelinu er stutt á ströndina og í verslanir.

Fjarlægðir

  • Frá flugvelli: 24 km
  • Frá miðbæ: Um 30 mínútna ganga í miðbæ Funchal
  • Frá strönd: stutt á strönd

Aðstaða

  • Nettenging
  • Sundlaug
  • Líkamsrækt
  • Heilsulind
  • Gestamóttaka
  • Bar
  • Veitingastaður
  • Skemmtidagskrá

Vistarverur

  • Herbergi
  • Minibar
  • Kaffivél
  • Loftkæling
  • Öryggishólf
  • Sjónvarp
  • Hárþurrka

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun