Le Royal Méridien Abu Dhabi
Vefsíða hótels

Glæsihótel sem er eitt af aðalkennileitum borgarinnar og var upphaflega hugsað fyrir konungsfjölskylduna í Abu Dhabi. Byggingin er framúrstefnuleg og líkist auga þegar hún sést að ofan.
Le Royal Méridien Abu Dhabi er fimm stjörnu hótel og er staðsett í hjarta verslunarhverfi borgarinnar og í stuttri göngufjarlægð frá verslunarmiðstöðvum, görðum og glitrandi strandgötunni. Mikið er í boði á hótelinu en þarna eru fimm fjölbreyttir og góðir veitingarstaðir, ásamt eina leyfilega snúningsbar borgarinnar. Þar er stórkostlegt 360 gráðu útsýni yfir Abú Dhabí. Inni – og útisundlaug eru á hótelinu ásamt líkamsrækt, heilsulind með gufu – og eimbaði.
Herbergin eru samtals 276, öll eru þau fallega innréttuð með sjónvarpi, síma, öryggishólfi, hárþurrku og þráðlausu interneti svo eitthvað sé nefnt.
Upplifðu þægindi, fágun og eftirminnilegar dvöl í Sameinuðu arabísku furstadæmunum á Le Royal Méridien Abu Dhabi
Ferðamannaskattur í Sameinuðu arabísku furstadæmunum er ekki innifalinn í verði ferðarinnar. Hann greiðist á hóteli við brottför. Skatturinn er 5 dirhams á mann á nótt á hótel Le Royal Méridien Abu Dhabi.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 2,5 tímar
- Veitingastaðir: Allt um kring
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Bar
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Handklæði fyrir hótelgarð
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Kaffivél
- Minibar
- Hárþurrka
- Herbergi
Fæði
- Morgunverður