Madonna - Okkar bestu verð
Einn af þekktustu skíðabæjum Ítala
Myndagallerí
Verðdæmi eru í bókunarkössunum hér til hliðar.
Til Madonna flykkist skíðafólk á öllum aldri hvaðanæva að úr heiminum á hverju ári. Bærinn stendur í dalnum Val Rendena í vesturhluta Trentino héraðsins rétt við rætur vestur-Dólómítanna.
Þetta fallega fjallaþorp liggur í rúmlega 1.500 metra hæð yfir sjávarmáli og eru bæjarbúar um það bil þúsund talsins. Stutt er í skíðalyftur og kláfa úr miðbænum og liggja hæstu brekkurnar upp í allt að 2.600 metra hæð. Skíðabrekkurnar eru eins fjölbreyttar og þær eru margar og henta jafnt byrjendum sem lengra komnum.
Sjá nánar um Madonna
-
Veðrið
-
Gjaldmiðill
EvraGengi