HG Tenerife Sur, Los Cristianos

Vefsíða hótels

Vinalegt íbúðahótel á góðum stað í Los Cristianos - stutt í verslanir, veitingastaði, bari og ströndina.

Í boði eru rúmgóðar stúdíóíbúðir og íbúðir með einu svefnherbergi. Í þeim öllum er gervihnattasjónvarp, sími og svalir.

Í eldhúskrók er helluborð, ofn, ísskápur, brauðrist og hraðsuðuketill. Gegn gjaldi er hægt að fá afnot af öryggishólfi og interneti á sameiginlegum svæðum.

Á hótelinu er góður sundlaugargarður og þar er sundlaug og barnalaug. Auk þess er sauna, skvassvöllur og hægt að panta tím Á veitingastað hótelsins er hægt að fá morgun-, hádegis- og kvöldverð. Einnig er á hótelinu verslun og þvottahús. ● Hálft fæði í boði - gengið er frá því á staðnum,

Athugið að mögulegt er að lenda á þriðju hæð í lyftulausu húsi. Sum húsin eru 7 hæðir en þar eru lyftur.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 15 km
 • Veitingastaðir: Á hóteli og í næsta nágrenni
 • Strönd: ca 1 km

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Veitingastaðir
 • Bar
 • Barnaleiksvæði
 • Barnasundlaug
 • Gestamóttaka
 • Lyfta
 • Nettenging: Gegn gjaldi, í tölvuherbergi og þráðlaust net við sundlaugarbar
 • Íbúðir: Stúdíó íbúðir (mjög rúmgóðar) og íbúðir með einu svefnherbergi

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Ísskápur
 • Verönd/svalir

Fæði

 • Hálft fæði
 • Án fæðis

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun