Páskar í Kína

Gullni hringurinn um helstu perlur Kína

Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

Gullni hringurinn um helstu perlur Kína, Shanghai, Peking, Xian og Guilin

Páskaferð 14. -  27.  apríl 2019
Fararstjóri: Héðinn Svarfdal Björnsson

Í þessari eftirminnilegu ferð VITA til fjölmennasta ríki heims munum við upplifa fjölmargar af þeim helstu menningar- og náttúruperlum sem þessi forni menningarheimur hefur upp á að bjóða. Horft verður til fortíðar, framtíðar og náttúru þjóðarinnar í ferðum okkar um landið, en einnig munum við fræðast um tungumál, menningu, matarhefðir, félagslíf og margt fleira.

Öldum áður en Ísland var uppgötvað voru Kínverjar farnir að prenta á pappír, nota byssupúður, drekka te, klæðast fötum úr silki og borða núðlur úr postulínsskálum, samhliða því að þróa stjórnmálafræðilegar, trúarlegar og heimspekilegar kenningar og hugsjónir. Í dag er þessi efnahagsrisi á hraðri leið inn í nútímann og býður Kína því upp á áhugaverðar andstæður, bæði til borga og sveita.

Á ferð okkar um þriðja stærsta land veraldar verður í boði fjölbreytt dagskrá á öllum áfangastöðum og er morgunmatur ávallt innifalinn á hótelunum, oftast hádegisverður og stundum kvöldmatur (sjá ferðalýsingu hér að neðan). Samhliða er lögð áhersla á að ferðalangar hafi líka einhvern frjálsan tíma aflögu til að njóta sín eftir eigin höfði, enda lagt upp með að ferðin verði afslöppuð og þægileg með dvöl á góðum hótelum. Fyrir þá sem vilja hinsvegar upplifa sem allra flest í ferðinni, mun íslenskur fararstjóri skipuleggja aukadagskrá á lausum kvöldstundum og frjálsum dögum (og þá á kostnaðarverði).

Flugtímar

  Útflug   Brottför     Koma
14.apríl AY 992 Keflavík 09:25 Helsinki 14 apríl 15:50
14.apríl AY085 Helsinki 18:20 Peking 15.apríl 06:55
  Innanlandsflug          
19.apríl MU2104 Peking 08:40 Xian 19.apríl 10:55
20.apríl MU2307 Xian 18:30 Guilin 20.apríl 20:04
24.apríl HO1148 Guilin 14:05 Shanghai 24.apríl 16:30
  Heimflug          
27.apríl AY088 Shanghai 09:20 Helsinki 27.apríl 14:20
27.apríl AY993 Helsinki 16:10 Keflavík 27.apríl 17:00

Dagskrá og ferðatilhögun

Mánudagurinn 15. apríl. Lent í Peking - Sumarhöllin
Eftir lendingu á flugvellinum í höfuðborg Kína er farið með rútu inní borgina, þar sem fólk hvílist til hádegis. Síðdegis heimsækjum við Sumarhöllina, sumardvalarstað fornu keisaranna sem þekur nær 300 hektara. Svæðið getur talist fyrirmynd  kínverskra garða, en í Kunming vatni sem þekur stóran hluta þess má finna illræmda marmarabátinn hennar CiXi keisaraynju. Við dveljum í fjórar nætur á hótel Regent Beijing, sem er í miðborginni. Kvöldverður á veitingastað í borginni.
Matur:  K


kina_serferdir_20.jpg

 

Þriðjudagurinn 16. apríl. Múrinn mikli 
Mao formaður sagði eitt sinn að „engin sé sönn hetja, nema að hafa klifið á múrinn mikla." Í dag verðum við öll að hetjum, því dagurinn í dag bíður upp á leiðangur til norðurs upp á eitt af helstu undrum veraldar. Á leiðinni þangað heimsækjum við grafhýsi YongLe, eins frægasta keisara Ming-tímabilsins og göngum í leiðinni eftir Hinni helgu leið. Að því loknu fáum við okkur svo hádegisverð. Við fáum góðan tíma til að rölta um á múrnum áður en við höldum af stað aftur inn í borgina, en farið verður fram hjá ólympíuleikvanginum (2008) „Hreiðrinu“ á leiðinni upp á hótel þar sem frjáls tími tekur við.
Matur:  M,H,K


sigling_peking_singapore_kinamurinn.jpg

 

Miðvikudagurinn 17. apríl. Himnahofið og ferð um gömlu borgina
Eftir morgunverð förum við að Himnahofinu , borðum saman hádegisverð og ferðumst svo um gamalt Hutong hverfi í borginni á hjólavögnum (e. rickshaw). Um kvöldið er svo hin fræga Peking önd á matseðlinum á veitingastaðnum Quanjude.
Matur:  M,H,K


sigling_peking_singapore_torg_fridar.jpg

Fimmtudagurinn 18. apríl.  Torg hins Himneska Friðar og Forboðna borgin
Dagurinn sem við röltum um á torginu við Hlið hins himneska friðar (Tiananmen torg) sem er stærsta borgartorg sinnar tegundar í heiminum. Leiðin liggur svo norðan við torgið í gegnum gömlu keisarahöllina, Forboðnu borgina svokölluðu. Þar bjuggu keisarar Kínaveldis í gegnum aldirnar áður en keisaratímabilið endaði með PuYi litla (sjá bíómyndina Síðasti keisarinn)

Matur:  M,H


kina_peking_vita

Föstudagurinn 19. apríl. Farið til Xi'an – Hof og borgarmúr
Eftir morgunmat á hótelinu í Beijing er farið út á flugvöll, en í dag verður flogið vestur til Xi'an, upphaf fornu silkileiðarinnar - gist í eina nótt í borginni.
Frægt búddistahof sem kennt er við villta gæs sem féll til jarðar á þeim stað sem hofið er að finna (e. Big Wild Goose Pagoda) er sótt heim áður en haldið er inn í miðborg Xi'an þar sem klifið verður upp á gamla borgarmúrinn og gamla múslimahofið heimsótt. Kvöldverður ásamt hugljúfri sýningu í anda Tang-valdatímabilsins er á boðstólnum um kvöldið.
Gist á hótel Sofitel Xian on Renmin Square.
Matur:  M,H,K


kina_xian_wild_goose_pagoda.jpg

Laugardagurinn 20. apríl.  Leirherinn og flug til Guilin
Einstakur fornleifafundur er heimsóttur í dag, leirherinn fyrir utan Xi'an, sem vernda átti fyrsta keisarann í Kína, Qin, í eftirlífinu. Flogið er til Guilin, þar sem við dveljum í 2 nætur á fimm stjörnu hóteli, Lijiang Waterfall inn í miðjum bænum. Hótelið er m.a. þekkt fyrir að bjóða upp á stærsta manngerða foss í heimi sem streymir niður síðu hótelsins hvert kvöld.
Matur:  M,H


kina_serferdir_6.jpg

 

Sunnudagurinn 21. apríl. Reyrflautuhellir og Hóll sem er eins og fíll í laginu
Hellir sem bjargaði lífi mörg þúsund Guilin-búa í seinni heimstyrjöldinni er heimsóttur eftir morgunmat, en um er að ræða fagran og upplýstan dropasteinshelli. Perluverslun er heimsótt á leiðinni aftur í bæinn, en svo skoðum við hól úr kalksteini sem minnir á fíl að drekka vatn úr ánni (e. Elephant Trunk Hill). Að þeirri heimsókn lokinni tekur við frjáls tími, en í lok dags er boðið upp á kvöldverð á kínverskum veitingastað.
Matur: M,H,K


kina_elephant_trunk_hill_guilin.jpg

Mánudagurinn 22. apríl. Sigling niður Li-ánna til Yangshuo 

Eftir morgunmat á hótelinu förum við um borð í bát sem siglir með okkur niður Li-ánna til þorps sem nefnist Yangshuo, en á leiðinni sjáum við einn merkasta þjóðgarð Kína þar sem m.a. vatnavísundar og skarfar spóka sig í ánni með víðfrægum og fallegum fjöllum í bakgrunni. Borðað verður um borð í bátnum, sem kemur í höfn til Yangshuo upp úr hádegi. Að ferðinni lokinni tekur við frjáls tími í bænum en síðan er ekið að hótelinu, Yangshuo Green Lotus þar sem við gistum næstu tvær nætur. Kvöldið er frjálst, en fararstjóri býður upp á aukadagskrá fyrir áhugasama, t.d. fótanudd og/eða kvöldmáltíð fyrir ævintýrafólk.
Matur:  M,H


kina_serferdir_8.jpg

 

Þriðjudagurinn 23. apríl. Frjáls dagur í Yangshuo
Bærinn Yangshuo býður upp á einstakt tækifæri bæði til að slappa af í rólegri stemningu og einnig að rölta um í stórbrotinni og fallegri náttúru. Þar að auki geta áhugasamir fylgt fararstjóra í hjólreiðatúr um nærliggjandi sveitir og/eða á matreiðslunámskeið í kínverskri matargerð (þar sem byrjað er á göngutúr í hefðbundinn markað til að kaupa rétt hráefni, þ.e. áður kveikt er á gasinu undir wok-pönnunni). Um kvöldið býðst svo möguleiki á að kaupa miða á stórbrotna sýningu þar sem sviðið er upplýst Lijiang-áin og nærliggjandi kalksteinahólar, en sýningin var sett upp af Zhang Yi Mou, sem hefur m.a. leikstýrt kvikmyndinni Raise the Red Lantern og einnig opnunarhátíð ólympíuleikanna í Beijing (2008). 
Matur:  M


kina_li_river_guilin.jpg

Miðvikudagurinn 24. apríl. Flogið til Shanghai - Nanjing Road og Bund svæðið
Eftir snemmbúinn morgunverð ökum við aftur til Guilin og fljúgum norðaustur til stórborgarinnar Shanghai, þar sem er eitt viðamesta fjármálasvæði þjóðarinnar er að finna. Borgin er talin endurspegla framtíð þjóðarinnar, en þó má enn gæta áhrifa Evrópuríkja sem áður höfðu yfirráð svæða innan borgarinnar. Eftir lendingu heimsækjum við eitt frægasta svæði Shanghai, verslunargötuna Nanjing-stræti og Bund-svæðið. Þaðan er hægt að njóta útsýnis yfir Pu-ánna að nýja Pudong-hluta borgarinnar, en stærstu skýjakljúfar Kína eru þar að finna.
Við gistum svo á fimm stjörnu hótelinu Grand Central sem er vel staðsett skammt frá Bund svæðinu.
Matur:  M,K


kina_serferdir_12.jpg

 

Fimmtudagurinn 25. apríl. Gamla Shanghai 
Gamla Shanghai er í brennidepli í dag, en við heimsækjum búddistahof sem kennt er við stórt líkneski úr jaði (e. Jade Buddha Temple) áður en leiðin liggur að -garðinum sem var í eigu aðalsættar sem bjó í borginni. Í kringum garðinn er svo að finna líflegan, gamlan markað með ýmis konar verslunum, en þar verður boðið upp á frjálsan tíma (og einnig möguleg heimsókn í tehús fyrir áhugasama). Eftir hádegismatinn heimsækjum við svo silkiverksmiðju og helsta minjasafn borgarinnar (e. Shanghai Museum). Um kvöldið er svo boðið upp á kvöldverð og eina af vinsælustu sýningum borgarinnar (e. Acrobatic show).
Matur:  M,H,K


kina_serferdir_16.jpg

 

Föstudagurinn 26. apríl.  Frjáls dagur í borginni 
Fararstjóri mun bjóða upp á aukaferð fyrir áhugasama en annars er frjáls dagur.
Matur:  M

Laugardagurinn 27. apríl. Heimferð þar sem lent verður á Íslandi samdægurs
Eftir morgunmatinn höldum við út á flugvöll, en í dag liggur leiðin heim til Íslands með millilendingu í Helsinki.
Matur:  M

Sjá nánari ferðalýsingu
Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef íkon mynd af flugvél PEK

  um 12 klst

  Morgunflug

 • Gjaldmiðill

  ¥

  Yuan

  Gengi

 • Rafmagn

  íkon mynd af ljósaperu

  220 volt

 • Bjórverð

  íkon mynd af bjór

  8 CNY innlendur

  160 ISK

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun