fbpx Villa Gadea Beach, Altea | Vita

Villa Gadea Beach, Altea
5 stars

Vefsíða hótels

Nýtt hótel á vegum VITA í hinum rómaða bæ Althea um 5 km frá Albir. Hótelið var opnað 2005 og er allt hið glæsilegasta með flottum sundlaugagarði með útsýni yfir Miðjarðarhafið,  fjölbreyttum veitingastöðum og  spa. Ekki eru nema 3 km frá hótelinu í miðbæ Althea. 

Í hótelgarðinum eru þrjár sundlaugar (ein er upphituð á vorin og haustin) umluktar fallegum gróðri og góðri sólbaðsaðsöðu með frábæru útsýni. Hótelið leggur mikin metnað í heilsulindina og má velja um ýmsar meðferðir og dekur (gegn auka gjaldi) en einnig er líkamsrækt sem gestir hafa frían aðgang að. Barnaklúbbur og skemmtidagskrá eru á sumrin, en einnig er boðið upp á lifandi tónlist um hverja helgi.

Herbergin eru ýmist með eða án garðsýn, með loftkælingu, flatskjá, síma, minibar, öryggishólfi, baðkari og sturtu, internet tengingu, hárþurku, inniskóm og sloppum.

Á SH Villa Gadea er einungis boðið upp á gistingu með "öllu inniföldu", en mikið er lagt upp úr fjölbreyttum veitingastöðum, en þeir eru 4 talsins auk Lobby bar og Oasis bar, en hann er staðsettur í sundlauginni sjálfri, kjörin til að fá sér drykk eða kokteil.

Bærinn Altea er heillandi lítill smábær sem vert er að skoða en einungis er um 3 km í "gamla" bæinn þar sem finna má góða veitingastaði, bari og skemmtilegar búðir með handverki heimamanna.

 

Fjarlægðir

  • Flugvöllur: 50 mínútur
  • Miðbær: 3 km
  • Strönd: Við strönd
  • Veitingastaðir: Á hóteli og allt um kring

Aðstaða

  • Bar
  • Barnadagskrá
  • Barnaleiksvæði
  • Barnasundlaug
  • Gestamóttaka
  • Heilsulind
  • Herbergi
  • Líkamsrækt
  • Lyfta
  • Sundlaug
  • Veitingastaður
  • Nettenging: þráðlaus nettenging frí á sameiginlegum svæðum og á herbergjum

Vistarverur

  • Hárþurrka
  • Verönd/svalir
  • Loftkæling
  • Minibar
  • Sjónvarp

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun