Claris, Derbyhotels
Vefsíða hótels

Þetta glæsilega hótel er rétt við Passeig de Gracia verslunarstrætið í hjarta borgarinnar.
Í hótelinu er 124 vistarverur, sem skiptast í tveggja manna herbergi og svítur og hýsa einn til þrjá. Innréttingar eru allar sérhannaðar og hinar glæsilegustu, og rómverskir, egypskir og indverskir listmunir prýða herbergin. Engin tvö herbergi eru eins og svítur og stærri herbergi eru hönnuð hver í sínum einstaka stíl. Vistarverur eru búnar öllum nútímaþægindum, stillanlegri loftkælingu og upphitun, flatskjársjónvarpi með 30 gervihnattarásum, síma, smábar og öryggishólfi. Á baðherbergjum er allt sem tilheyrir og ókeypis baðvörur. Þráðlaus nettenging er á öllum herbergjum, gestum að kostnaðarlausu.
Ríkulegt morgunverðarhlaðborð er í veitingasal, auk þess sem að sjálfsögðu er hægt að panta morgunverð á herbergi. Veitingastaðurinn Terraza del Claris er á þakveröndinni við hlið sundlaugarinnar og státar af úrvali spænskra og alþjóðlegra rétta og miklu úrvali kokteila, áfengra jafnt sem óáfengra. Það er ekki amalegt að setjast þar niður í lok dags og njóta útsýnisins yfir borgina undir ljúfum tónum sem plötusnúður sér um að kalla fram af skífum. Á jarðhæðinni er East 47 sem býður upp á létta tapasrétti og úrval kokteila.
Sundlaug er á þakveröndinni og í hótelgarðinum er tjörn og fallegir gosbrunnar. Það fer eftir árstíðum hvort sundlaugin er opin. Á hótelinu er líkamsræktaraðstaða, sólbaðsstofa, gufubað og boðið er upp á nuddmeðferðir. Við hótelið er safn með egypskum fornmunum sem gestir hafa aðgang að endurgjaldslaust. Yfir 400 listmunir, fornir og nýir, prýða veggi og sali hótelsins.
Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn og þar er boðið upp á gjaldeyrisskipti, töskugeymslu, þvottaþjónustu, þurrhreinsun, strauningu, bíla- og hjólaleigu og aðra þjónustu.
Fágun og glæsileiki einkenna þetta lúxushótel í hjarta borgarinnar. Byggingin var reist í upphafi 20. aldar og breytt í hótel árið 1992. Mörg af kennileitum og söfnum borgarinnar eru í göngufjarlægð, Casa Batlló og La Pedrera eftir Gaudi og Ramblan, svo fátt eitt sé talið. Fjöldi verslana og veitingastaða eru spölkorn frá hótelinu. Stutt er með almenningssamgöngum í allar áttir.
Fjarlægðir
- Miðbær: Við miðbæinn
- Flugvöllur: 16 km
- Veitingastaðir: Á hóteli og allt um kring
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Bar
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Nettenging
Vistarverur
- Hárþurrka
- Loftkæling
- Minibar
- Sjónvarp
- Öryggishólf
Fæði
- Morgunverður