fbpx Hesperia Presidente | Vita

Hesperia Presidente
4 stars

Vefsíða hótels

Mjög gott, fallega hannað og vel staðsett hótel við Diagonal-breiðstrætið í miðborg Barcelona. 

Í hótelinu er 151 tveggja manna herbergi og svítur. Herbergin eru rúmgóð og einstaklega smekklega hönnuð, innréttingar eru í hlýlegum jarðarlitum. Herbergin eru öll með loftkælingu og upphitun, í þeim er flatskjársjónvarp með gervihnattarásum, sími, smábar og öryggishólf. Á baðherbergjum er hárþurrka og baðvörur fylgja. Þráðlaus nettenging er á herbergjum, gestum að kostnaðarlausu.

Ríkulegt morgunverðarhlaðborð er í veitingasal, hægt er að panta heita rétti sérstaklega. Á veitingastaðnum Essence er boðið upp á hefðbundna spænska matargerð í bland við alþjóðlega og mikið úrval léttvíns. Útsýnið frá veitingastaðnum er frábært og það sama má segja um hótelbarinn Presidente og því er það góður valkostur að setjast þar niður í lok dags og slaka á yfir góðum drykk og léttum tapasréttum. Nú eða setjast út á þakveröndina og njóta sólarinnar og útsýnisins út á hafið. 

Ágæt líkamsræktaraðstaða er á hótelinu, gestum að kostnaðarlausu. Þar er einnig hárgreiðslustofa. Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn og þar er töskugeymsla og boðið upp á ýmsa þjónustu eins og þvott, þurrhreinsun, strauningu, barnagæslu og þar er einnig reiðhjólaleiga.

Hótelið er vel staðsett í miðborg Diagonal-breiðstrætið í miðborg Barcelona. Þess má geta að spænski arkitektinn Pascua Ortega hannaði herbergin og veitingastaðinn á hótelinu, en það er sá hinn sami og hannar hýbýli meðlima spænsku konungsfjölskyldunnar. Stutt er í almenningssamgöngur sem veldur því að aðeins tekur stutta stund að komast að öllum helstu kennileitum borgarinnar, söfnum, Römblunni og sjávarsíðunni.

 

Fjarlægðir

  • Miðbær: Í miðbænum
  • Flugvöllur: 17 km
  • Veitingastaðir: Á hóteli og allt um kring
  • Strönd: Stutt í sjávarsíðuna

Aðstaða

  • Aðgengi fyrir fatlaða
  • Bar
  • Gestamóttaka
  • Herbergi
  • Líkamsrækt
  • Nettenging

Vistarverur

  • Hárþurrka
  • Loftkæling
  • Minibar
  • Sjónvarp
  • Öryggishólf

Fæði

  • Án fæðis

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun