Double Tree by Hilton, Denver
Vefsíða hótels

Í hótelinu er 561 vistarvera, sem skiptast í rúmgóð herbergi og svítur sem rúma allt að fjóra. Herbergin eru smekklega og hlýlega innréttuð, innréttingar í dökkum við og teppi á gólfum. Allar vistarverur eru hið minnsta búnar loftkælingu og upphitun, útvarpi með klukku og MP3-spilara, hágæða flatskjársjónvarpi með gervihnattarásum, kaffivél, straujárni og strauborði. Á baðherbergjum er hárþurrka og baðvörur. Þráðlaust netsamband er á herbergjum, gestum að kostnaðarlausu. Hægt er að panta herbergi með ísskáp, öryggishólfi og svölum, þar sem útsýnið er ýmist yfir borgina eða Rocky Mountains. Þá er hægt að fá herbergi sem eru sérstaklega ætluð ofnæmisgjörnum og einnig með aðgengi fyrir fatlaða.
Á veitingastaðnum The Café Restaurant er hægt að gæða sér á ljúffengri nautasteik og fersku salati og öllu þar á milli. Á setustofubarnum er hægt að njóta léttra rétta og svalandi kokteila. Þeir sem hafa gaman af íþróttum geta slakað á með kaldan drykk við hönd á Character’s Sports Bar.
Þeir sem er annt um að halda sér í formi getað byrjað daginn í líkamsræktarsalnum eða fengið sér góðan sundsprett í innisundlauginni og slakað á í gufubaði á eftir.
Í móttökunni er töskugeymsla, hraðbanki, myntþvottahús, gjafavöruverslun, öryggishólf, og veitt er aðstoð við að leigja bíl og skipuleggja skoðunarferðir. Fyrir þá sem þurfa að sinna viðskiptaerindum eru fundar- og ráðstefnusalir margir og öll aðstaða þar til fyrirmyndar.
Hótelið er á frábærum stað í miðri Denver. Aðeins tekur nokkrar mínútur að aka frá hótelinu í miðbæinn og verslanir og veitingastaðir eru í léttu göngufæri. Dýragarðurinn í Denver, grasagarðurinn, náttúruvísindasafnið og Northfield Stapleton-verslunarmiðstöðin eru í innan við 10 kílómetra fjarlægð frá hótelinu.
Fjarlægðir
- Miðbær: Í miðbænum
Aðstaða
- Veitingastaður
- Bar
- Gestamóttaka
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Nettenging
- Sundlaug: Innisundlaug
Vistarverur
- Hárþurrka
- Herbergi
- Kaffivél
- Loftkæling
- Sjónvarp
Fæði
- Morgunverður