fbpx Levante Club Hotel & Spa | Vita

Levante Club Hotel & Spa
4 stars

Vefsíða hótels

Mjög gott og nútímalegt hótel, í léttu göngufæri við ströndina.

Veitingastaður og heilsulind eru í hótelinu. Aldurstakmark er 16 ár.

Í hótelinu eru 184 björt og rúmgóð 30 fermetra herbergi sem rúma einn til þrjá fullorðna og tvær svítur. Herbergin eru smekklega innréttuð í ljósum litum. Flísar eru á gólfum. Öll nútímaþægindi eru til staðar eins og loftkæling, sími, sjónvarp með gervihnattarásum, smábar og öryggishólf. Á baðherbergjum er baðker og sturta, hárþurrka og ókeypis baðvörur. Svalir búnar húsgögnum og með útsýni yfir sundlaugina eru við allar vistarverur. Þráðlaus nettenging er gestum að kostnaðarlausu. 
Morgunverðarhlaðborð er í veitingasal og þar er einnig í boði úrval alþjóðlegra rétta af hlaðborði í hádeginu og á kvöldin. Einnig er hægt að panta morgunmat upp á herbergi. Barirnir eru fjórir og bjóða upp á samlokur og snarl auk ljúffengra áfengra sem óáfengra drykkja. 

Við sundlaugina er sólbaðsaðstaða til fyrirmyndar, sólbekkir og sólhlífar og bar þar sem hægt er að gæða sér á svalandi drykkjum og snarli. 

Hér er aldeilis hægt að slaka vel á og hlaða batteríin því að heilsulindin í hótelinu er vel útbúin. Þar er ágæt líkamsræktaraðstaða, heitir pottar og nuddpottar, gufubað og hvíldarhreiður. Þar eru einnig í boði ýmsar tegundir nudd- og líkamsmeðferða auk snyrtimeðferða. 

Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn og þar er boðið upp á gjaldeyrisskipti, bílaleigu, aðstoð við miðakaup, þvotta-, þurrhreinsi- og strauþjónustu. 

Levante Club er góður valkostur fyrir þá sem kjósa að slaka á og láta fara vel um sig á hóteli þar sem öll þægindi eru til staðar og er aðeins ætlað fullorðnum. Um 10 til 15 mínútna gangur er á ströndina og ekki er langt í lífið og fjörið, verslanir og veitingastaði í miðbæ Benidorm. Golfvellir eru í næsta nágrenni og göngu- og hjólaleiðir auk þess sem stutt er í alls kyns vatnasport og afþreyingu af ýmsu tagi.

Fjarlægðir

  • Flugvöllur: 60 km
  • Miðbær:

Aðstaða

  • Sundlaug
  • Veitingastaður
  • Bar
  • Gestamóttaka
  • Heilsulind
  • Herbergi
  • Líkamsrækt
  • Nettenging

Vistarverur

  • Sjónvarp
  • Öryggishólf
  • Loftkæling
  • Minibar
  • Hárþurrka

Fæði

  • Fullt fæði
  • Hálft fæði
  • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun