The Cookbook Gastro Boutique Hotel & Spa
Vefsíða hótels
The Cookbook Gastro Boutique Hotel & Spa er fallegt lítið hótel staðsett í um 15 mín göngufjarlægð frá strönd. Mikið er gert uppúr matarupplifun gesta, eins og nafnið gefur til kynna, og eru veitingastaðirnir tveir á hótelinu, Beat og Komfort, báðir mjög góðir. Einnig er falleg heilsulind á hótelinu þar sem gestir geta notið þess að slaka á og einnig er boðið upp á nudd og fleiri meðferðir. Sundlaugagarðurinn er lítill en notalegur og með sundlaug og sólbekkjum.
Herbergin eru öll með loftkælingu, minibar og öryggishólfi.
Aðstaða
- Sundlaug
- Bar
- Veitingastaður
- Heilsulind
Vistarverur
- Herbergi
- Minibar
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Sjónvarp
Fæði
- Morgunmatur