fbpx Viceroy Ombria | Vita

Hótel Viceroy Ombria
5 stars

Vefsíða hótels

Viceroy Ombria í Algarve er byggt sem ekta Portúgalskt þorp og saman stendur af 141 herbergjum, svítum og híbýlum á 5 hektara svæði. Viceroy Ombria heiðrar sögu og menningu Portúgals sem sést á allri hönnun og arkítektúr, alls eru 24 byggingar í mismunandi stærðum og gerðum ásamt turni við mjðju lóðarinnar, hönnunin endurspeglar hefðbundið Portúgalskt þorp. Herbergin eru mjög rúmgóð og smekklega innréttuð. Öll herbergi okkar eru Deluxe herbergi.

Veitingarstaðir
Alls eru 6 veitingarstaðir á svæðinu sem notast við afurðir ræktaðar á svæðinu eða í nálægð við Ombria. ATH í okkar ferðum er innifalið hálft fæði, s.s. morgun og kvöldverður á Ombria Kitchen og Casa & Fora stöðunum.

Café Central - sem er staðsett í hjarta þorpsins er bakarí sem býður uppá heimagert Potúgalskt bakkelsi ásamt léttum réttum úr eldofni.
Bellvino - er leiðandi í afurðum frá staðnum og býður uppá mat í sinni einföldustu mynd. Bellvino sérhæfir sig í vínum, ostum, kartöflum og ólífum svo eitthvað sé nefnt.
Ombria Kitchen - mun bjóða uppá mat allan daginn með eldunarstöð og hefbundum Portúgölskum réttum ásamt því að nýta bestu afurðir hvers árstíma.
Solalua - sem þýðir "frá sólu til tunglsins" er staður sem boðið er uppá ofur skapandi og nýstárlega rétti ásamt úrvali af kokteilum í lifandi andrúmslofti
Casa & Fora - er staðsett í klúbbhúsinu með stórri verönd og afslöppuðu andrúmslofti. Casa & Fora mun bjóða uppá rétti dagsins sem og úrval af portúgölskum bjórum.
Salpico - er sundlaugarbarinn og býður uppá ferska, létta rétti tilvaldir á heitum dögum. 

Aðstaða

  • Þráðlaust net
  • Sundlaug
  • Sundlaugabar
  • Handklæði fyrir hótelgarð
  • Gestamóttaka
  • Bar
  • Veitingastaður
  • Heilsulind
  • Líkamsrækt
  • Gufubað

Vistarverur

  • Ísskápur
  • Minibar
  • Loftkæling
  • Te- eða kaffiaðstaða
  • Sjónvarp
  • Þrif
  • Kaffivél
  • Þráðlaust net
  • Hárþurrka
  • Baðsloppar
  • Sturta
  • Herbergi
  • Verönd/svalir

Fæði

  • Hálft fæði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun